Skotheld ráð til að halda heimilinu í standi

Það eru ýmsar leiðir til að halda heimilinu til haga, …
Það eru ýmsar leiðir til að halda heimilinu til haga, svo það myndist ekki óreiða öllum stundum. mbl.is/

Heimilið á að vera griðastaður þar sem við kúplum okkur út og hlöðum batteríin. En hvað er til ráða þegar allt flýtur um í óreiðu og óþarfa dóti sem virðist fjölga sér á meðan við blikkum augunum?

Allt þarf að eiga sinn stað

Eitt það mikilvægasta er að sjá til þess að allt eigi sinn stað á heimilinu. Þegar þú veist hvar hlutirnir eiga að vera enda þeir ekki í furðulegum „to-do“-bunkum á borðum og bekkjum því þú getur gengið frá hlutunum án þess að efast um hvar þú eigir að leggja þá frá þér.

Forgangsröðun

Til að forðast óreiðu þarftu að forgangsraða hvaða hlutir gera þig glaða(n) og hvað þú vilt að standi frammi. Sjáðu til þess að geta lagt aðra hluti sem þú vilt síður að standi frammi inn í lokaðan skenk eða skáp – þetta gætu verið blómavasar sem þú dregur fram eftir þörfum.

Flokkaðu og gefðu áfram

Taktu árlega til í skápum og skúffum. Hentu því sem er brotið eða illa farið og gefðu áfram þá hluti sem þú notar ekki lengur.

Nýtt inn – gamalt út

Það er gott að hafa þessa setningu bak við eyrað er þú kaupir nýjan hlut inn á heimilið – nýtt inn, gamalt út. Hugsaðu líka vandlega hvort þig vanti hlutinn eður ei. Ef svarið er játandi skaltu losa þig við einn hlut í staðinn, þannig spornar þú við óreiðu og að sitja uppi með nýja bunka af dóti sem þú veist ekkert hvað þú átt að gera við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert