Svona er best að geyma osta

Ostar eru frábært matvæli - en hvernig er best að …
Ostar eru frábært matvæli - en hvernig er best að geyma opnaðan ost. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ostur gerir flestan mat betri og í raun er ostur sú matvara sem er óþarfi að blanda saman vð annan mat – því ostar bragðast svo vel einir og sér.

En það er ekki alltaf sem við klárum ostana okkar og setjum inn í ísskáp til að geyma þar til síðar. Áður en við vitum af er osturinn byrjaður að mygla, þá erum við að vitna sérstaklega í sælkeraosta en ekki venjulegan brauðost. Og til að viðhalda ostinum lengur eftir að hann hefur verið opnaður skaltu pakka honum inn í vax- eða bökunarpappír  og osturinn mun duga þér til lengri tíma. Ostur þarf súrefni til að haldast ferskur, annars þornar hann og skemmist. Og það viljum við alls ekki, að láta góðan ost fara til spillis.

DENIS BALIBOUSE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert