Michelin-veitingastaður fær yfirhalningu

Michelin veitingastaðurinn Kadeau, hefur tekið stórkostlegum breytingum.
Michelin veitingastaðurinn Kadeau, hefur tekið stórkostlegum breytingum. Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard

Einn vinsælasti Michelin-veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn, Kadeau, hefur tekið stórkostlegum breytingum, svo ekki sé meira sagt.

Það voru OEO Studio sem endursköpuðu veitingastaðinn með dökkum jarðlitatónum. Kadeau opnaði fyrst dyrnar árið 2015 og hefur veitt gestum sínum stórkostlega upplifun í mat og drykk, og nú enn frekar í nýju umhverfi. Hér leika efni á borð við terracotta, brass og eik stórt hlutverk og tóna einstaklega vel saman.

Nýja upplifunin hefst áður en þú gengur inn á staðinn; áður fyrr var útidyrahurðin blá að lit en hefur nú verið máluð í mjúkum rauðum lit. Þess ber að geta að gestir þurfa að hringja dyrabjöllu fyrir utan veitingastaðinn og bíða þess að vera hleypt inn. Annað sem vekur áhuga fyrir utan útidyrahurðina og innréttingar eru sikksakkflísarnar á gólfi. Flísarnar ljá rýminu einstakan karakter á móti fallegu viðargólfinu og klassískum húsgögnum, og vekja mikla eftirtekt.

Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard
Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard
Bólstraðir bekkir og viður einkenna staðinn.
Bólstraðir bekkir og viður einkenna staðinn. Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard
Þetta gullfallega veggljós er frá Astep.
Þetta gullfallega veggljós er frá Astep. Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard
Viðarborðin eru framleidd úr löngum plönkum frá Dinesen - gæði …
Viðarborðin eru framleidd úr löngum plönkum frá Dinesen - gæði í gegn hér á ferð. Stólarnir Coco Armchairs eru hönnun frá OEO Studio en framleiddir af Gubi. Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard
Útidyrahurðin í mjúkum rauðleitum lit. Hér þarf að hringja bjöllu …
Útidyrahurðin í mjúkum rauðleitum lit. Hér þarf að hringja bjöllu til að komast inn. Mbl.is/Dezeen_Michael Rygaard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert