Vaskarnir sem eru að slá í gegn

Litaðir vaskar eru að ná miklum vinsældum - en þessir …
Litaðir vaskar eru að ná miklum vinsældum - en þessir eru frá framleiðandanum Kast. Mbl.is/Kast

Við höfum tekið eftir því undanfarið, að litaðir vaskar hafa verið að ryðja sér til rúms. Og það verður að segjast að það er agalega smart.

Í eldri húsum bæjarins má oftar en ekki finna baðherbergi með pastellituðum vaski, baðkari og jafnvel salerni – rétt eins og var móðins á áttunda áratugnum. Og þetta er að koma aftur, nú í örlítið djarfari litum eins og breska fyrirtækið Kast kynnir til leiks.

Tim Bayes, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Kast, varð hugfanginn af steypu og hvernig mætti nota hana í einstaka lögun og form. Hann hefur hannað húsgögn og hluti í yfir 20 ár og þróað með tímanum nákvæma blöndu til að fullkomna vörurnar sem hann framleiðir í dag. Þannig urðu þessir stórkostlegu vaskar að veruleika. Kast eru þeir fyrstu í heiminum til að einbeita sér eingöngu að steyptum vöskum og bjóða í dag upp á fjölbreytt úrval þar sem fagurfræði og virkni taka höndum saman. Vaskarnir frá Kast hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin og eru oftar en ekki val hönnuða, arkitekta og hins almenna húseiganda víðs vegar um heiminn. Vörunar frá Kast eru fáanlegar hér heima í versluninni SKEKK.com.

Hversu geggjaður er þessi!
Hversu geggjaður er þessi! Mbl.is/Kast
Sjáið áferðina á vaskinu. Rétt eins og þessi hafi verið …
Sjáið áferðina á vaskinu. Rétt eins og þessi hafi verið mótaður með stórum kökukrems-stút. Mbl.is/Kast
Mbl.is/Kast
Mbl.is/Kast
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert