Ný rannsókn sýnir fram á kosti þess að drekka kaffi – þá ekki síst fyrir hjartað. Rannsóknin var birt í tímaritinu Stroke sem gefið er út af American Heart Association og leiddi í ljós að jafnvel bara einn bolli af kaffi á viku gæti dregið úr líkunum á ótímabæru andláti.
Rannsóknin var gerð á vegum þriggja japanskra háskóla og var markmiðið að skoða áhrif kaffis og græns tes á yfir 45 þúsund japanska einstaklinga og stóð yfir í meira en tvo áratugi.
Niðurstöður sýna að þeir sem drukku einn eða fleiri bolla á viku fengu síður hjartaáföll og voru líkur á ótímabæru andláti 14% minni. Þeir sem fengu hjartaáföll voru 22% líklegri til að lifa þau af ef þeir drukku kaffi.