„Nú segi ég bara OMG!“

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er ekk­ert sjálf­gefið að máltíð heppn­ist vel – jafn­vel þótt viðkom­andi sé mat­ar­blogg­ari með meiru og þyki flest­um fremri í eld­hús­inu. En þegar viðkom­andi mat­ar­blogg­ari sér ástæðu til að æpa OMG (sem er skamm­stöf­un fyr­ir oh my god  eða guð minn góður) þá er vert að kanna málið.

Kem­ur í ljós að Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is var í til­rauna­mennsku og náði að koma sjálfri sér svo ræki­lega á óvart með út­kom­unni að það þótti frétt til næsta bæj­ar.

„Nú segi ég bara OMG! Ég var að prófa að nota veg­an soja­hakk í fyrsta skipti og eruð þið að grín­ast hvað það er mik­il snilld! Aldrei hefði ég trúað því að það væri svona bragðgott og gott að vinna með. Ég ákvað að segja eng­um í fjöl­skyld­unni frá þessu áður en kallað var „gjörið þið svo vel“ og eng­inn þeirra áttaði sig á því að það væri ekk­ert nauta­kjöt í rétt­in­um fyrr en ég sagði þeim það. Þeim fannst þetta öll­um bara svaka­lega gott og því er þetta snilld fyr­ir þá sem vilja minnka neyslu dýra­af­urða á heim­il­inu,“ seg­ir Berg­lind og við spá­um því að þeir sem vilji prófa kjöt­laust H&S vilji prófa.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

„Nú segi ég bara OMG!“

Vista Prenta

Kjöt­laust „Spaghetti Bolog­nese“

  • 1 pakki Häls­ans Kök-hakk
  • 1 lauk­ur (saxaður)
  • 3 gul­ræt­ur (skorn­ar í strimla)
  • 2 hvít­laukrif (söxuð)
  • 1 dós/​krukka til­bú­in pastasósa (um 350-400 g)
  • 1 msk. óreg­anó
  • salt, pip­ar og chil­ipip­ar
  • ólífu­olía til steik­ing­ar
  • soðið spa­gettí, basilíka og par­mesanost­ur (meðlæti)

Aðferð:

  1. Steikið lauk, gul­ræt­ur og hvít­lauk upp úr ólífu­olíu þar til mýk­ist, kryddið til eft­ir smekk.
  2. Bætið frosnu hakk­inu sam­an við, aðeins meiri olíu og steikið áfram við meðal­hita í 6-8 mín­út­ur.
  3. Hellið þá pastasós­unni yfir og kryddið sós­una til eft­ir smekk.
  4. Berið fram með soðnu spa­gettíi, ferskri basilíku og rifn­um par­mesanosti.

Soja­hakkið er laust í sér og hægt að nota það frosið, beint úr pok­an­um, og því er sniðugt að eiga það í frysti og grípa til þegar maður vill út­búa ein­fald­an og fljót­leg­an kvöld­verð. Elda­mennsk­an tók í raun aðeins þann tíma sem það tók að sjóða spa­gettíið því allt annað var klárt á meðan.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert