Ætlar að djúpsteikja vatnsdeigsbollur alla helgina

Elenora fyrir utan Deig.
Elenora fyrir utan Deig. Ljósmynd/Aðsend

Metsöluhöfundurinn og bakaraneminn Elenora Rós Georgesdóttir hefur tekið höndum saman við bakaríið Deig í Tryggvagötu þar sem hún ætlar að leika listir sínar um helgar í vetur. Hún byrjar núna um helgina og ekki seinna vænna enda ein stærsta bakaríshelgi ársins fram undan.

Og eins og Elenoru er von og vísa verða bollurnar algjörlega trylltar. Hún ætlar að djúpsteikja vatnsdeigsbollur og bjóða upp á þrjár tegundir ásamt samstarfsfólki sínu.

Í boði verða:

  • Rjómi og hindber
  • Rjómi og Omnom-súkkulaðiganache
  • Rjómi og dulce de leche

Elenora fullyrðir að þetta séu bestu bollur allra tíma og því ljóst að biðröð verður fyrir utan Deig alla helgina og því eins gott að hringja og panta sínar bollur strax.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert