Þeir vita sem þekkja – að Pappelina eru vinsælustu mottur landsins í eldhúsið. Nýir og bjartir litir voru að lenda, allt í anda vorsins sem við erum farin að hlakka til að taka á móti.
Pappelina-plastmotturnar eru ofnar í Dölunum í Svíþjóð í hefðbundnum vefstólum. Þær eru praktískar og viðhaldslitlar, framleiddar úr sænsku PVC-efni. Motturnar þola því að standa úti á verönd yfir sumartímann. Eins má snúa mörgum þeirra við og nota á báða vegu – snjallt ekki satt? Við rákumst á að nýir litir af mottunum voru að lenda hér á landi hjá versluninni Kokku á Laugavegi – en við leyfum myndunum tala sínu máli hér fyrir neðan.