Nýjir litir í vinsælustu mottu landsins

Þessi bleika dásemd er fáanleg hér á landi! Hver er …
Þessi bleika dásemd er fáanleg hér á landi! Hver er til í bleikan draum í eldhúsið heima? mbl.is/Pappelina

Þeir vita sem þekkja – að Papp­el­ina eru vin­sæl­ustu mott­ur lands­ins í eld­húsið. Nýir og bjart­ir lit­ir voru að lenda, allt í anda vors­ins sem við erum far­in að hlakka til að taka á móti.

Papp­el­ina-plast­mott­urn­ar eru ofn­ar í Döl­un­um í Svíþjóð í hefðbundn­um vef­stól­um. Þær eru praktísk­ar og viðhalds­litl­ar, fram­leidd­ar úr sænsku PVC-efni. Mott­urn­ar þola því að standa úti á ver­önd yfir sum­ar­tím­ann. Eins má snúa mörg­um þeirra við og nota á báða vegu – snjallt ekki satt? Við rák­umst á að nýir lit­ir af mott­un­um voru að lenda hér á landi hjá versl­un­inni Kokku á Lauga­vegi – en við leyf­um mynd­un­um tala sínu máli hér fyr­ir neðan.

Smartar línur í þessari mottu.
Smart­ar lín­ur í þess­ari mottu. mbl.is/​Papp­el­ina
Motturnar þola vel að standa úti yfir sumartímann.
Mott­urn­ar þola vel að standa úti yfir sum­ar­tím­ann. mbl.is/​Papp­el­ina
mbl.is/​Papp­el­ina
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert