Hér er ein geggjuð fyrir alla þá sem elska karamellu! Bollan kemur úr smiðju Lindu Ben og er sneisafull af alls konar gúmmelaði sem sælgætisunnendur ættu að elska.
Karamellukropp-bolludagsbollur
- 500 ml rjómi
- 200 g Nóakropp
- 150 g Nóa-rjómakúlur
- 50 ml rjómi
- 2 dl flórsykur
- 50 g Síríus-karamellukurl
Aðferð:
- Setjið rjómakúlurnar í pott og bræðið með 50 ml rjóma, leyfið því að kólna örlítið.
- Léttþeytið rjómann og bætið út í 2 msk af karamellunni, fullþeytið rjómann.
- Brjótið Nóakroppið og setjið ofan í rjómann, blandið varlega saman.
- Skerið bollurnar í helminga og fyllið þær með rjómanum, lokið bollunum.
- Setjið flórsykur ofan í karamelluna og blandið saman. Setjið karamelluna ofan á bollurnar og skreytið með karamellukurli.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl