Það er eins gott að huga að mataræðinu næstu daga enda grunar okkur að flestir verði í hollara fæði eftir rjómabolluát síðustu daga. Hér er Berglind Hreiðars á Gotteri.is með grænan drykk sem margir munu eflaust gæða sér á næstu daga.
Græn orkubomba
Uppskrift dugar í 2 glös
- 100 g spínat
- 200 g frosnir ávextir (mangó, ananas, papaja)
- 40 g ferskt engifer
- 200 ml ananassafi
- 2 bananar
- 1 msk. chiafræ
- 2 lúkur af klökum
Aðferð:
- Setjið allt saman í blandarann og blandið þar til fallegur grænn og kekkjalaus drykkur hefur myndast.
- Hellið í glös og njótið!
Ljósmynd/Berglind Hreiðars