Brauð og ostur skilgreinist klárlega sem undirstöðufæðutegundir hér á landi og hér erum við með uppskrift frá Evu Laufeyju sem ætti að æra óstöðugan.
Grilluð samloka í sparibúningi!
4 skammtar
- 4 sneiðar súrdeigsbrauð
- 8 sneiðar skinka
- 250 g Óðals Havarti krydd
- 250 g Óðals Ísbúi
- 200 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
- 1⁄2 stk. múskathneta
- 100 g smjör
- 2 msk. steinselja
- blandað salat
- salt og pipar
Aðferð:
- Hitið smjör á pönnu, steikið brauðsneiðarnar og snúið þeim við.
- Setjið handfylli af osti yfir hverja brauðsneið og tvær skinkusneiðar.
- Leggið brauðsneiðarnar saman og eldið þar til samlokurnar eru gullinbrúnar. Best að nota nóg af smjöri!
- Leggið samlokurnar á pappírsklædda ofnplötu og útbúið sósuna.
- Setjið sýrða rjómann, nýrifið múskat, salt og pipar í skál og hrærið.
- Bætið því næst 100 g af hvorum osti út í og hrærið áfram.
- Smyrjið ostasósunni yfir hverja brauðsneið og sáldrið svolítið meira af osti yfir.
- Grillið í ofni við 200°C í örfáar mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrún.
- Berið strax með fram með góðu salati.
Höfundur uppskriftar: Eva Laufey Hermannsdóttir