Svona nærðu öllum safanum úr sítrónu

Sítrónuvatn er hollt og gott. En hér er stórsnjallt húsráð …
Sítrónuvatn er hollt og gott. En hér er stórsnjallt húsráð til að ná öllum safanum úr ávextinum. mbl.is/

Hér er á ferðinni ein­falt hús­ráð til að ná öll­um saf­an­um úr sítr­ónu og krefst lít­ill­ar fyr­ir­hafn­ar, eða smá nudds og prjóns – nokkuð sem all­ir ættu að ráða við.

Já gott fólk, það er mjúkt nudd sem sítr­ón­urn­ar okk­ar vilja til að skila út sem mestu af saf­an­um sem þær inni­halda. Ef þú nudd­ar ávöxt­inn nægi­lega vel þar til hann er vel mjúk­ur þarftu varla að gera annað en að horfa á saf­ann renna niður í glasið. En til að ná öll­um saf­an­um, þá byrj­arðu á því að mýkja sítr­ón­una vel með hönd­un­um og sting­ur prjón­in­um (t.d. sus­hi­prjóni) inn í ávöxt­inn – og skrap­ar því næst all­ar hliðar til að losa um „litlu belg­ina“ sem inni­halda mest­all­an vökv­ann. Þannig ætti saf­inn að renna auðveld­lega út – en það eru marg­ar góðar ástæður til að drekka sítr­ónu­vatn eins og sjá má hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert