Nýtt KitKat væntanlegt

Nýtt vegan KitKat er væntanlegt.
Nýtt vegan KitKat er væntanlegt. Mbl.is/Nestle/Metro.co.uk

Við elskum góðar matartengdar fréttir, og þessi hér ætti að gleðja marga veganista með sæta tönn. Því KitKat-súkkulaðið er væntanlegt sem vegan.

Heimsþekktu súkkulaðiplöturnar KitKat eru væntanlegar í nýrri útgáfu, þar sem stökku plöturnar og mjúkt súkklaðið verður allt á sínum stað. Það er ekki búið að ljóstra því upp hvaða innihaldsefni súkkulaðið mun geyma, en súkkulaðiframleiðandinn hefur áður kynnt vegansúkkulaði til leiks sem inniheldur hafra-, soja- og baunaprótín – svo það er mjög líklegt að þessi innihaldsefni muni birtast í nýja súkkulaðinu.

Súkkulaðið verður fáanlegt víðsvegar um heiminn og fer í dreifingu á þessu ári – þó hafa nákvæmari dagsetningar ekki verið gefnar út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka