Nýtt KitKat væntanlegt

Nýtt vegan KitKat er væntanlegt.
Nýtt vegan KitKat er væntanlegt. Mbl.is/Nestle/Metro.co.uk

Við elsk­um góðar mat­artengd­ar frétt­ir, og þessi hér ætti að gleðja marga veg­an­ista með sæta tönn. Því KitKat-súkkulaðið er vænt­an­legt sem veg­an.

Heimsþekktu súkkulaðiplöt­urn­ar KitKat eru vænt­an­leg­ar í nýrri út­gáfu, þar sem stökku plöt­urn­ar og mjúkt súkklaðið verður allt á sín­um stað. Það er ekki búið að ljóstra því upp hvaða inni­halds­efni súkkulaðið mun geyma, en súkkulaðifram­leiðand­inn hef­ur áður kynnt veg­ansúkkulaði til leiks sem inni­held­ur hafra-, soja- og bauna­pró­tín – svo það er mjög lík­legt að þessi inni­halds­efni muni birt­ast í nýja súkkulaðinu.

Súkkulaðið verður fá­an­legt víðsveg­ar um heim­inn og fer í dreif­ingu á þessu ári – þó hafa ná­kvæm­ari dag­setn­ing­ar ekki verið gefn­ar út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert