Við erum sannfærð um það að falleg matarstell auki matarlystina – sérstaklega þegar diskarnir eru í laginu eins og matvara.
Elísa er ítalskur keramíker sem hefur síðan 2013 verið búsett í London, þar sem hún starfar við það sem hún elskar allra mest – að hanna listrænar vörur til heimilisins. Hún er skapandi að eðlisfari með mikla ástríðu fyrir handverki, þá sérstaklega leirmunum. En hún sinnir keramíkinni daglega á vinnustofu sinni í hjarta London.
Vörurnar hennar Elísu eru allar einstakar, þar sem hver og ein er handunnin af mikilli umhyggju og athygli – því er hvert verk fullkomlega ófullkomið, og ekkert eins og annað. Á instagramsíðu hennar má finna diska formaða sem epli, fiska og perur. Eins er bollar, skálar, blómavasar og skemmtilega skrautlegar skeiðar með texta þar að finna. Við leyfum myndum að njóta sín hér fyrir neðan, en síðuna hennar Elísu má skoða nánar HÉR.