Fljótlegt tiramisú með karamellu

Ljósmynd/Erna Sverrisdóttir

Það eru fáir eftirréttir sem eru jafn einfaldir en áhrifaríkir og tíramísú. Hér er uppskrift úr smiðju Ernu Sverris sem er alveg upp á tíu.

Fljótlegt tiramisú með karamellu

Frábær og fljótlegur eftirréttur sem hægt er að gera áður og geyma í a.m.k. sólarhring. Einföld uppskrift dugar í 6 glös eða eitt fat.

  • 1 dós íslenskur mascarpone frá Gott í matinn
  • 1 1⁄2 dl rjómi frá Gott í matinn
  • 1 tsk. vanilla
  • 2⁄3 dl flórsykur
  • 125 g ladyfingers kex
  • 2 1⁄2 dl kaffi
  • 1 dl dulce de leche
  • ber að eigin vali

Hrærið saman í hrærivél mascarponeposti, rjóma, vanillu og flórsykri.

Dýfið einu og einu ladyfingerskexi í kaffið.

Setjið um 2,5 - 3 kexfingrum í botn á glasi. Setjið þar ofan á kremið og matskeið af dulce de leche. Endurtakið og toppið með karamellu og berjum. Kælið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert