Bolli frá Royal Copenhagen í takmörkuðu magni

Nýr thermo-bolli er væntanlegur frá Royal Copenhagen sem kemur í …
Nýr thermo-bolli er væntanlegur frá Royal Copenhagen sem kemur í takmörkuðu upplagi. Mbl.is/Royal Copenhagen

Þú þarft að vera snar í snúningum ef þú vilt ná þér í einn eftirsóttasta bolla frá Royal Copenhagen – því hann kemur í takmörkuðu magni.

Bollinn sem um ræðir er sérstök útgáfa af thermo-bolla með mávastellsmunstri. Þar sem gamalt klassískt munstur mætir nútímabolla, en slíkur bolli hefur verið til sölu áður, eða fyrir tíu árum síðan og seldist þá hratt upp. Eftir það hafa bollarnir gengið kaupum og sölum á netinu. Nýji bollinn er prýddur gullrönd á kantinum og tveir mávar sjást fljúgandi, en fyrri bollinn var einungis með einum máva.

Mávastellið er upphaflega teiknað af Fanny Garde fyrir Bing & Grøndahl, allt aftur til ársins 1895. En það var árið 2011 sem framleiðslu á stellinu var hætt - því er enn meiri eftirspurn í að festa fingurnar í nýjum bolla. Og það gæti borgað sig að ná eintaki, því bollinn kostaði um 8.000 krónur fyrir tíu árum síðan og árið 2015 fóru fjórir bollar á uppboði fyrir hvorki meira né minna en 170 þúsund krónur.

Hið klassíska og undurfagra mávamunstur prýðir bollann.
Hið klassíska og undurfagra mávamunstur prýðir bollann. Mbl.is/Royal Copenhagen
Mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert