Mexíkóskt salat sem tikkar í öll box

Ljósmynd/María Gomez

Stundum þarf það ekki að vera flókið. Hér erum við með mexíkóskt salat að hætti Maríu Gomez á Paz.is sem er hinn fullkomni hollustuverður sem bragðast samt svo frábærlega.

„Hér er afar góð og fersk mexíkóskál sem er stútfull af vítamínum, hollri fitu og próteini og svo svo bragðgóð líka," segir María um réttinn.

Mexíkóskál með Quinola, kjúkling og ferskri dressingu

Í skálina fer 

  • 1/2 lítill rauðlaukur smátt skorinn 
  • 1/2 dós maísbaunir 
  • 1/2 box piccolo tómatar eða aðrir smátómatar skornir í tvennt 
  • 1-2 avókadó skorin í þunnar sneiðar 
  • 2 vorlaukar smátt skornir og líka þetta græna efst með 
  • 1 rauður chilialdin fræhreinsaður (má sleppa)
  • 1/2-1 lítil dós ananas og ekki henda safanum 
  • 1/2 poki quinola Spicy Mexican 
  • 1/2 dós svartar baunir 
  • 1/2 ramiro paprika smátt skorin 
  • kál að eigin vali 
  • Sýrður rjómi með habanero
  • 2 kjúklingabringur  

Mexíkó Kryddlögur á bringurnar 

  • 1/2 msk laukduft (onion powder)
  • 1/2 msk hvítlauksduft (garlic powder alls ekki garlic salt)
  • 2 msk sojasósa 
  • 2 msk tómatssósa (ketchup) 
  • Raspaður börkur af 1 stk lime 
  • 1 tsk lime safi 
  • 1 tsk hunang 
  • salt og pipar 

Salatdressing út á skálina

  • Safi úr lítillri ananasdós 
  • safi úr 1/2 lime 
  • 2 msk olífuolía 
  • 5-10 dropar tabasco sósa 
  • 1 msk hlynsíróp eða annað síróp 
  • salt og pipar 

Aðferð

  1. Byrjið á að hita ofn á 200°C og gerið kryddlögin á bringurnarmeð því að hræra vel saman innihaldsefnum
  2. Skerið bringur í þunnar sneiðar 
  3. Leggjið svo bringubitana á eldfast móti og penslið með kryddleginum báðum megin og saltið ögn og piprið 
  4. Stingið í heitan ofninn í 20 mínútur og skerið allt grænmeti niður í skálina á meðan og gerið salatdressinguna 
  5. Gott er að setja öll innihaldsefni úr dressingunni í hristiglas og hrista hana vel saman smakkið til og saltið eftir smekk ég vil hana hana frekar salta 
  6. Þegar 5 mínútur eru eftir af eldunartíma kjúklingsins er gott að stinga maisbaunum, quinola og svörtum baunum í örbylgjuofn eða í pott og hita upp en ég vil hafa þessi hráefni heit á móti hinu köldu 
  7. Raðið svo öllu í skálina og kjúklingabitunum yfir og berið fram með dressingu og sýrðum rjóma 
  8. Það er líka gott að nota nachos með þessu eða setja inn í vefju þess vegna 
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert