Fékk að hanna sitt eigið súkkulaði

Eva frá Svíþjóð vann verðlaun um bestu súkkulaðitillöguna í samkeppni …
Eva frá Svíþjóð vann verðlaun um bestu súkkulaðitillöguna í samkeppni hjá Marabou. Mbl.is/Press

Á síðasta ári fór heldur óvenjuleg samkeppni fram þar sem hvorki peningaverðlaun né lúxusbílar voru í verðlaun – en þó nóg af súkkulaði.

Mondelez International er fyrirtækið á bak við þekktu súkkulaðiplöturnar Maribou. Þeir efndu til samkeppni á síðastliðnu ári þar sem keppendur tóku þátt í að senda inn sína uppáhaldshugmynd að súkkulaði – og ef heppnin væri með yrði það sett í framleiðslu.

Fyrsta sætið hlaut sænsk kona að nafni Eva, en hennar draumasúkkulaðiplata er í grunninn mjólkursúkkulaði með poppkorni, stökkum maís og sjávarsalti – hljómar alls ekki illa. Og þar að auki fær hún nafnið sitt skrifað framan á umbúðirnar. Súkkulaðið kom á markað í byrjun febrúar og mun vonandi rata í verslanir hér á landi – því okkur langar að smakka.

Mjólkursúkkulaði með poppkorni, stökkum maís og sjávarsalti – hljómar alls …
Mjólkursúkkulaði með poppkorni, stökkum maís og sjávarsalti – hljómar alls ekki illa. mbl.is/Marabou
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert