Fann peninga í þurrkaranum

Það ættu allir að skoða þurrkarann sinn vandlega áður en …
Það ættu allir að skoða þurrkarann sinn vandlega áður en honum er hent eða skipt út. mbl.is/

Þú skalt lesa þig í gegnum þessa grein ef þú ert í hugleiðingum með að skipta út þurrkaranum á heimilinu – þú gætir orðið örlítið efnaðri fyrir vikið.

Það er ótrúlegt hvað getur leynst á hinum ýmsu stöðum á heimilinu. Margir kannast eflaust við að lyfta upp sessunum í stofusófanum og finna ótrúlegustu hluti sem hafa verið geymdir og gleymdir í einhvern tíma. Það sama gildir um þurrkarann! Svo ef þú hefur hug á að skipta út þurrkaranum þínum, þá skaltu tékka á þessu áður en þú hendir honum út eða selur áfram til annarra.

Kona nokkur frá Ohio deildi því á samfélagsmiðlum er hún var að losa sig við gamlan þurrkara sem var hættur að virka. Hún opnaði hann og tók hálfpartinn í sundur er gersemarnir komu í ljós. Þar fann hún mikið af smápeningum, pennum, rusli og heilmikið af seðlum sem voru í góðu ásigkomulagi og því fullkomlega nothæfir. Fólki þótti mikið til koma í kommentakerfinu og sagðist ætla að skoða þurrkarana sína nú þegar. Einhver kastaði fram spurningu um hvar allir sokkarnir væru, því eins og flest okkar vita, þá virðast þeir hverfa á mjög undarlegan máta og aldrei finnast.

Mörgum yrði brugðið að sjá allt það dót sem getur …
Mörgum yrði brugðið að sjá allt það dót sem getur leynst inni í gömlum þurrkara. Mbl.is/ Facebook/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka