Mexíkóskt kjúklingalasagna sem bragðast eins og himnaríki

Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir

Hér erum við með eina algjörlega geggjaða uppskrift að kjúklingalasagna sem er svo gott að það er leitun að öðru eins.

Það er engin önnur en Svava Gunnars sem á þessa uppskrift sem er orðin algjörlega sígild.

Mexíkóskt kjúklingalasagna (uppskrift fyrir 6-8)

  • 5-6 kjúklingabringur
  • ½ laukur
  • 1 stór eða 2 litlar rauðar paprikur
  • 1 bréf burritos-kryddmix
  • 2 krukkur af salsasósu (medium eða sterkar, jafnvel ein af hvoru)
  • ½ lítri matreiðslurjómi
  • smá klípa af rjómaosti (má sleppa)
  • tortillur (1 pakki af minni gerðinni)
  • mozzarellaostur

Aðferð:

  1. Skerið laukinn og paprikuna fínt og kjúklingabringurnar í litla bita. Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita (ég nota stillingu 7 af 9).
  2. Steikið laukinn og paprikuna þar til byrjar að mýkjast, bætið þá kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram.
  3. Hellið kryddinu yfir og steikið í smá stund til viðbótar. Hellið salsasósum og matreiðslurjóma yfir og látið suðuna koma upp.
  4. Hrærið rjómaosti saman við sé hann notaður. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur.
  5. Setjið tortillaköku í botn á eldföstu formi (það gæti þurft að klippa þær til þannig að þær passi betur).
  6. Setjið kjúklingasósuna yfir og síðan á víxl tortillakökur og kjúklingasósu. Endið á kjúklingasósunni.
  7. Stráið mozzarellaosti yfir (mjög gott að nota ferskan) og inn í 180°C heitan ofn þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.
Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert