Áhrifavaldur fær að heyra það frá veitingastað

Þær eru misjafnar skoðanirnar á áhrifavöldum, flestar þó í jákvæðari …
Þær eru misjafnar skoðanirnar á áhrifavöldum, flestar þó í jákvæðari kantinum. Mbl.is/socialmediaexplorer.com

Hann bað um máltíð fyrir sig og fjóra vini sína í skiptum fyrir umfjöllun á Instagram-story – sem féll alls ekki vel í veitingahúsaeigendur.

Áhrifavaldurinn kemur frá Bretlandi og er með yfir 50 þúsund fylgjendur. Hann setti sig í samband við veitingastaðinn Four Legs, þar sem hann óskar eftir ókeypis máltíð í skiptum fyrir umfjöllun á Instagram-story og með „swipe-up“-hlekk sem vísar beint inn á heimasíðu staðarins. Því næst spyr hann hvort möguleiki sé á að fá máltíð fyrir sig sjálfan og fjóra vini. Four Legs svaraði um hæl og sagði þetta vera mikinn mat sem hann væri að biðja um, og hvort hann gæti ekki sett inn tvær færslur í staðinn.

Þegar tími var kominn til að sækja matinn biður Four Legs manninn að láta sig vita þegar hann nálgast lögreglustöðina sem var rétt handan við hornið frá staðnum. Og þegar áhrifavaldurinn svarar og segist vera hjá stöðinni biður Four Legs manninn að ganga þar inn og tilkynna sjálfan sig fyrir glæp í þjónustugeiranum. Því næst birti Four Legs myndir af samtölum þeirra á Instagram með yfirskriftinni: „Undanfarið höfum við lesið mikið um uppreisn bænda. Hvetjandi efni.“

Fylgjendur staðarins létu hátt í sér heyra, því áhrifavaldurinn hafði svarað fyrir sig í ummælum og sagðist vilja öllum gott og að hann styddi lítil fyrirtæki. En þá fauk í mannskapinn, því hann á ekki að vera að betla mat af litlum fyrirtækjum og sérstaklega ekki á tímum sem þessum þegar ástandið er eins og það er í þjónustugeiranum. Staðurinn var lokaður vegna kórónuveirunnar þegar áhrifavaldurinn hafði samband en hann virtist ekki hafa tekið eftir því á heimasíðunni. Einhver benti á að áhrifavaldurinn hefði þurft að koma með nánari útlistun fyrir veitingastaðinn, t.d. sýna fram á hversu margir væru líklegir til að nota „swipe-up“-hlekkinn eða sýna fram á tölur um hvar fylgjendur hans væru staðsettir á landinu eða um heiminn því það getur verið lítil traffík á Instagramminu hans þrátt fyrir að vera með svona marga fylgjendur. Þess má einnig geta að málið hefur fengið gríðarlega athygli og tæplega 37 þúsund manns hafa lækað færsluna og fleiri þúsund ummæli eru undir myndunum, flestöll veitingastaðnum í vil. 

Eitt er víst að fólki þar ytra finnst áhrifavaldar oft á tíðum getra verið mjög nytsamlegir í markaðssetningu – en það að betla sé ekki í lagi. Og að þeir þurfi að sýna fram á nákvæmari útlistun fyrir fyrirtækin, hvernig umfjöllunin muni gagnast báðum aðilum. Ein mynd í story sé ekki ásættanlegt. Okkur leikur þó mest forvitni á að vita hvað áhrifavaldurinn hafi sagt vinum sínum þegar hann kom tómhentur heim!

Mbl.is/@fourlegs_ldn
Mbl.is/@fourlegs_ldn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert