Áður en þú ferð að maka sápu út um allt baðherbergið er betra að vera með réttu aðferðina þegar hafist er handa. Því þetta er víst langbesta leiðin til að þrífa sturtuglerið.
Til er ástralskur þrifahópur á Facebook þar sem kona nokkur deildi húsráði er varðar sturtuglerið – en sturtugler eiga það til að verða dálítið skítug ef við erum ekki alltaf að pússa þau og þrífa sápuleifarnar af. Konan lýsir því þannig að hún einfaldlega fyllir brúsa með heitu vatni og hellir því næst nokkrum dropum af gulum FAIRY-uppþvottalegi út í. Hún tekur einnig fram að maður eigi ekki að hrista blönduna saman. Því næst úðaði hún blöndunni á glerið og lét standa 20 mínútur áður en hún pússaði glerið með mjúkum svampi (ekki harða hlutanum). Hún sagðist bókstaflega horfa á sápuleifarnar hverfa af glerinu. Því næst skolar hún og þurrkar með mjúkum klút.
Þessi umræddi uppþvottalögur hefur verið á markaði í yfir 50 ár en lenti fyrst í verslunum í Ástralíu árið 2011. Margur landinn ætti að kannast við vöruna, þó að við höfum ekki sannreynt hana inni á baðherbergi fyrr en núna.