Ókrýndi kristalskóngurinn Frederik Bagger var að senda frá sér nýjar vatnsflöskur sem eru með þeim smartari á markaðnum í dag – enda eru þær framleiddar úr kristal, rétt eins og allt annað sem kemur frá honum.
Hér sjáum við splunkunýjar flöskur úr sjálfbæru kristalsgleri án blýs, sem þola að fara í uppþvottavélina – og er það stór plús að okkar mati. Flöskurnar eru hluti af Crispy-vörulínunni sem hefur verið sú vinsælasta í glösum og fylgihlutum síðustu misserin, og eru fáanlegar í tveimur stærðum, 0,5 l og 1 l, og fjórum litum – glær, grá, græn og gulbrún. Flöskurnar eða karöflurnar koma með loki sem gefur flöskunni meira notagildi og það besta er að þær eru sérstaklega hannaðar til að passa inn í ísskápinn, hvort sem þú stillir þeim í hurðina eða upp í hillu.