Sjúklega snjallt hvítlauksráð

Hvítlaukur er nánast eins og ofurhetja í matargerð, bjargar öllu!
Hvítlaukur er nánast eins og ofurhetja í matargerð, bjargar öllu! mbl.is/

Öll húsráð sem spara okkur tíma í eldhúsinu eru vinsæl á okkar borðum. Hér er eitt sem snertir hvítlauk í matargerð og er eitt það snjallasta til þessa.

Við vitum að hvítlaukur er hetjan í flestallri matargerð, hann bjargar öllu. En það tekur tíma að opna hann og skera í þúsund litla bita áður en við kryddum matinn á pönnunni eða í pottunum. Hér er því hið frábæra húsráð sem mun spara þér heilmikinn tíma, ef þú notar hvítlauk í flestalla matargerð það er að segja. Fyrir utan að þú sparar aurinn í leiðinni með því að henda ekki hvítlauknum sem eldist fljótt í ísskápnum.

Stórsnjalla hvítlauks-ráðið

  • Takið hýðið af hvítlauksgeirunum.
  • Setjið hvítlaukinn í matvinnsluvél og hakkið smátt.
  • Hellið smávegis af ólífuolíu í ísmolabox og setjið hvítlaukinn jafnt þar ofan í.
  • Setjið ísmolaboxin í poka og inn í frysti. Þannig er auðvelt að „poppa“ einum og einum kubb úr eftir þörfum.
Mbl.is/ Budget Friendly Meals Australia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert