Erna Geirlaug á öll þessi eldhús

Eitt af eldhúsunum sem Erna Geirlaug hefur hannað.
Eitt af eldhúsunum sem Erna Geirlaug hefur hannað. mbl.is/Mynd aðsend

Þau eru ófá eld­hús­in hér á landi sem þykja ægi­fög­ur og oft­ar en ekki eru þau teiknuð af inn­an­húss­arki­tekt­um – en við náðum tali af Ernu Geir­laugu sem hannað hef­ur nokk­ur eld­hús­in og sit­ur fyr­ir svör­um í dag. 

Erna Geir­laug Árna­dótt­ir er menntaður inn­an­húss­arki­tekt og elsk­ar hönn­un, tísku og allt sem viðkem­ur inn­an­húss­hönn­un. Hún hef­ur starfað við fagið frá 1999 og gerðist sjálf­stætt starf­andi á síðasta ári und­ir eig­in nafni – og hef­ur verið í margs kon­ar verk­efn­um síðan þá. Eld­hús, baðher­bergi, val á hús­gögn­um og allt yfir í heild­ar­hönn­un inn­an­húss, eng­in verk­efni eru of stór eða smá.

Hvað eru heit­ustu eld­hústrend­in þessi dægrin?

Marg­ir vilja hafa tvo ofna í eld­hús­inu sínu í dag, sem sagt einn ofn og svo com­by-ofn. Eins eru vínkæl­ar mjög vin­sæl­ir og hellu­borð með inn­byggðum gufug­leypi eru að koma sterkt inn.

Að hverju þarf fólk að huga þegar það fer út í eld­hús­fram­kvæmd­ir?

Öllu! Það þarf að skipu­leggja rýmið vel, rýmið þarf að vera fal­legt og það þarf að virka. Ég tek alltaf mið af þörf­um kaup­anda hvað varðar efn­is­val á inn­rétt­ingu, borðplötu og heim­ilis­tækj­um  en þetta þarf allt að smella sam­an, og auðvitað þarf að vera gott að vinna og vera í rým­inu. Og svo má alls ekki gleyma lýs­ing­unni. En það er kannski rétt að benda á að það er 100% end­ur­greiðsla á virðis­auka af vinnu inn­an­húss­arki­tekta út þetta ár (átakið All­ir vinna). Það er því hvetj­andi að kasta sér út í þær fram­kvæmd­ir sem hafa staðið til í lang­an tíma.

Hvað er það skemmti­leg­asta við að hanna nýtt eld­hús?

Mér finnst gam­an að hanna öll eld­hús, því eng­in tvö eld­hús eru eins. Það er mjög góð til­finn­ing þegar ég kem með til­lög­ur og fólk hef­ur haft þá sýn að ekk­ert sé hægt að gera í rým­inu. En eins og ég segi, þá finnst mér öll rými skemmti­leg í hönn­un.

Hvað er það mik­il­væg­asta í eld­hús­um að þínu mati?

Það mik­il­væg­asta á mínu heim­ili er klár­lega tækja­skáp­ur­inn.

Hér fyr­ir neðan má sjá nokk­ur eld­hús sem Erna Geir­laug hef­ur hannað, og þeir sem vilja setja sig í sam­band við Ernu geta kíkt á síðuna henn­ar HÉR.

Bjart og fallegt! Hvít lökkuð innrétting með Navona, og Kvarts …
Bjart og fal­legt! Hvít lökkuð inn­rétt­ing með Navona, og Kvarts steinn frá Fígaró Nátt­úru­steinn sem borðplata. mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
Hér notar Erna Geirlaug hnotu með Nera Lux í innréttinguna, …
Hér not­ar Erna Geir­laug hnotu með Nera Lux í inn­rétt­ing­una, og gull­fal­lega kvart­sít borðplötu frá Fígaró Nátt­úru­steini. mbl.is/​Mynd aðsend
Tækjaskápar eru mikilvægir í innréttinguna ef plássið leyfir.
Tækja­skáp­ar eru mik­il­væg­ir í inn­rétt­ing­una ef plássið leyf­ir. mbl.is/​Mynd aðsend
Stílhrein hvítlökkuð innrétting - með Nero Marquina marmara borðplötu frá …
Stíl­hrein hvítlökkuð inn­rétt­ing - með Nero Marquina marm­ara borðplötu frá Granítsmiðjunni. mbl.is/​Guðfinna Magnús­dótt­ir
mbl.is/​Guðfinna Magnús­dótt­ir
Smart eldhús með eikarinnréttingum og ABSOLUTE BLACK borðplötu frá Granítsmiðjunni.
Smart eld­hús með eik­ar­inn­rétt­ing­um og AB­SOLU­TE BLACK borðplötu frá Granítsmiðjunni. Mbl.is/​Mynd aðsend
Erna Geirlaug er innanhússarkitekt að mennt og hefur hannað ófá …
Erna Geir­laug er inn­an­húss­arki­tekt að mennt og hef­ur hannað ófá eld­hús­in í gegn­um tíðina. mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka