Ryksugutrixið sem fólk gapir yfir

Ryksugutrixið sem fólk á ekki orð yfir.
Ryksugutrixið sem fólk á ekki orð yfir. Mbl.is/Mums Who Clean Facebook

Þú kannast eflaust við að komast ekki á alla litlu staðina með ryksugunni þar sem stúturinn er svo sver og meira segja aukahlutirnir sem fylgja með duga ekki til. Þá þarftu að vita þetta hér.

Það er alveg sama hversu margir aukahlutir fylgja með ryksugunni þinni, það eru alltaf staðir sem þú nærð ekki til með neinum þeirra. Til dæmis niður í grindina á ofninum, undir þvottavélina eða í rifurnar á glugganum – allt staðir sem engar græjur ná niður til. En þá birtist okkur þetta húsráð sem við verðum að deila með ykkur því fólk gapir hreinlega yfir þessari miklu snilld.

Eina sem til þarf er pakki af rörum (núna er góður tími til að endurnýta gömlu plaströrin). Settu teygju utan um rörin til að krafturinn í ryksugunni komi ekki til með að soga þau öll til sín. Taktu munnstykkið af ryksugunni og stingdu rörunum upp hjá stútnum. Passið að rörin séu nægilega mörg til að passa vel inn í rörið. Núna ertu fær um að þrífa alla þá staði sem þú hefur ekki náð til árum saman. Og það væri gaman að sjá ryksuguframleiðendur koma með sambærilega nýjung á markað til að létta okkur lífið.

Þú bindur plaströr saman með teygju og passar að rörin …
Þú bindur plaströr saman með teygju og passar að rörin passi þétt í ryksugustútinn. Mbl.is/Mums Who Clean Facebook
Hversu mikil snilld er þetta!
Hversu mikil snilld er þetta! Mbl.is/Mums Who Clean Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert