Sónó matseljur hafa opnað í Norræna húsinu

Sónó matseljur hafa opnað dyrnar í Norræna húsinu um óákveðinn …
Sónó matseljur hafa opnað dyrnar í Norræna húsinu um óákveðinn tíma. Mbl.is/Sónó matseljur

Sónó er grænkeraveitingastaður og matarþjónusta sem dansar í takt við árstíðirnar með kryddum og jurtum úr nærumhverfinu í bland við seiðandi krydd Mið-Austurlandanna – upplifun sem enginn má láta framhjá sér fara.

Staðurinn er undir stjórn Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur ásamt Hildigunni Einarsdóttur meðeiganda og sælkera sem elskar að útbúa veislur og aðstoða í eldhúsinu þegar hún er ekki syngjandi um allan bæ. Sónó hefur nú opnað dyrnar í Norræna húsinu, því fallega menningarhúsi – þar sem MATR rekur kaffihús á daginn og Sónó tekur á móti gestum á kvöldin með heilnæman grænkeramat þar sem langsamlega mest er gert frá grunni.

„Hver einasti diskur inniheldur jurtir úr nærumhverfinu að einhverju leyti, hvort sem þær eru ferskar á diskinum, seyði í sósuna, eða þurrkaðar jurtir í lög. Allt eftir því hver árstíðin er. Þannig breytist bragðið með hringrás sólar. Hér er ekkert nýtt á ferð, heldur þveröfugt. Þetta er forn kunnátta forfeðra okkar sem nýttu sér jurtir til lækningar og næringar,“ segir Sónó á heimasíðu sinni. En kryddin mörg hver flytja þær sjálfar inn frá Marokkó og jurtirnar sem finna má í flestum réttum tína þær stöllur í villtri náttúru Vestfjarða og restin er ræktuð við land þeirra í Kjós.

Sónó matseljur verða í Norræna húsinu um óákveðinn tíma á þessum fallega stað með útsýni sem lætur engan ósnortinn. Opið er frá föstudegi til sunnudags, frá kl. 17:30-22:00, en það má fylgjast nánar með Sónó á facebooksíðunni þeirra HÉR.

Hver einasti diskur inniheldur jurtir úr nærumhverfinu að einhverju leyti, …
Hver einasti diskur inniheldur jurtir úr nærumhverfinu að einhverju leyti, hvort sem þær eru ferskar á disknum, seyði í sósuna, eða þurrkaðar jurtir í lög. Allt eftir því hver árstíðin er. Mbl.is/Sónó matseljur
Mbl.is/Sónó matseljur
Sónó matseljur verða staðsettar í Norræna húsinu um óákveðinn tíma …
Sónó matseljur verða staðsettar í Norræna húsinu um óákveðinn tíma á þessum fallega stað með útsýni sem lætur engan ósnortinn. Mbl.is/Sónó matseljur
Staðurinn er undir stjórn Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur og Hildigunnar Einarsdóttur.
Staðurinn er undir stjórn Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur og Hildigunnar Einarsdóttur. Mbl.is/Sónó matseljur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert