Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu

Íris og Reynir standa vaktina á staðnum sínum, Mr. Joy …
Íris og Reynir standa vaktina á staðnum sínum, Mr. Joy í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem kjósa hollara mataræði og huga að heilsunni hafa eflaust prófað ljúffenga matinn hjá Mr. Joy. Þar eru chili-döðlusúpa sem þykir sú besta á landinu, því fólk sækir í hana aftur og aftur. 

Það eru Reynir Hafþór og Íris Mjöll sem standa á bak við vegan/grænmetisveitingastaðinn Mr. Joy í Kópavogi. Þau ráku sig á hversu erfitt var að nálgast hollan, vegan og glútenlausan mat þegar þau voru í fæðingarorlofi hér um árið  og engin orka til að elda sjálf. Þegar þeim bauðst að opna nýjan veitingastað stukku þau á tækifærið og opnuðu staðinn í aprílmánuði 2019.

„Við bjóðum upp á glútenlausan veganmat og leggjum okkur fram við að hafa sem mest lífrænt hverju sinni. Maturinn hjá okkur ætti að henta flestum, hvort sem þeir eru vegan, pescatarian eða kjötætur  enda eru margir sem eru á allavegana mataræði sem koma til okkar og grípa hjá okkur rétt dagsins eða súpur,“ segir Reynir Hafþór í samtali.

Reynir Hafþór segir þau alltaf vera að leika sér með ný hráefni, aðferðir og í leit að nýjum uppskriftum sem henta sem flestum, en chili-döðlusúpan hefur verið sú vinsælasta hjá þeim frá upphafi, og fara sögur af. „Súpurnar okkar hafa verið mjög vinsælar frá opnun en vinsælasti rétturinn okkar þessa dagana er eflaust sá nýjasti. Það er grænmetisbakan okkar með glútenlausa botninum, hvítlaukskartöflumúsinni og salati með balsamgljáa. Fyllta eggaldinið hjá okkur er líka mjög vinsælt, en þá blöndum við af persneskum og marokkóskum bragðtegundum saman ásamt okkar heimagerða aioli. Og svo toppum við með fersku chili, kóríander, myntu og granateplafræjum,“ segir Reynir okkur og undirrituð sér þetta mjög myndrænt fyrir sér.

Okkur lá forvitni að vita nánar um nafnið – Mr. Joy  sem er ekkert nema bein vísun í eitthvað sem gleður og er gott. „Upphaflega þegar nafnið Mr. Joy kom til vorum við að hugsa til litlu barnabókanna um herramennina og var hugsunin sú að gera „hamingjumat“; mat sem manni líður vel eftir að hafa borðað og er líka bragðgóður. En á meðan við vorum að finna fullkomna lógóið fyrir staðinn kom pabbi minn með þá hugmynd að lógói sem við erum með núna, og við vorum öll sammála um að þetta hefði bara komið saman eins og það hafi alltaf átt að vera svona,“ segir Reynir Hafþór að lokum.

Þeir sem eiga eftir að bragða á vinsælustu súpum landsins geta fundið veitingastaðinn Mr. Joy í Dalbrekku 30, Kópavogi. Hægt er að skoða staðinn nánar HÉR.

Bestu súpur landsins eru mögulega að finna á veitingastað í …
Bestu súpur landsins eru mögulega að finna á veitingastað í Kópavogi. En fólk sækist í þær aftur og aftur. mbl.is/Árni Sæberg
Chili- og döðlusúpan hafa verið þær vinsælustu á staðnum frá …
Chili- og döðlusúpan hafa verið þær vinsælustu á staðnum frá upphafi, og fara sögur af. mbl.is/Árni Sæberg
Alllt hráefnið er fyrsta flokks.
Alllt hráefnið er fyrsta flokks. mbl.is/Árni Sæberg
Það er allt vegan og glúteinlaust hjá Mr. Joy.
Það er allt vegan og glúteinlaust hjá Mr. Joy. mbl.is/Árni Sæberg
Nýkreistir djúsar eru vinsælir hjá Mr. Joy.
Nýkreistir djúsar eru vinsælir hjá Mr. Joy. mbl.is/Mr. Joy
Veitingastaðinn má finna í Laufbrekku 30 í Kópavogi.
Veitingastaðinn má finna í Laufbrekku 30 í Kópavogi. mbl.is/Mr. Joy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert