Við náum vart að fylgjast með öllum nýjungunum sem eru gerast þarna úti. En ein af þeim sýnir okkur hversu mögnuð blöndunartækin eru orðin í dag – því þau færa okkur miklu meira en bara heitt og kalt vatn. Tæknin er að gera meira vart við sig í eldhúsum, og þá með þeim tilgangi að létta okkur lífið. GROHE kynnti nýverið krana sem getur alls kyns merkilega hluti sem við teljum nánar upp hér fyrir neðan.
Sjóðandi vatn
Nú þarftu ekki lengur að bíða með pottinn á hellunni og sjóða vatn, því þú getur með einum takka fengið sjóðandi heitt vatn í tebollann eða pastapottinn á augabragði. Og að sjálfsögðu er barnalæsing á krananum ef litlir fingur fara að fikta.
Filterað vatn
Kranarnir eru allir gæddir filterum sem hreinsa vatnið þegar við skrúfum frá. Þetta er atriði sem við þurfum ekki að spá mikið í hér á landi, en engu að síður gott að hafa.
Sódavatn
Stundum er þörfin í smá búblur til staðar, og þá er gott að geta skrúfað frá krananum og fengið ískalt sódavatn beint í glasið. Aldrei aftur þurfum við að spá í að eiga ekki sódavatn inni í ísskáp. Fyrir utan að við sleppum við að rogast með það heim úr búðinni og plássið sem það tekur í ísskápnum má vel nýta undir eitthvað annað.
Stílhrein hönnun
Form og notagildi eru að tala saman í þessu tilviki, þar sem hönnunin er tímalaus og ætti að henta flestum eldhúsum.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl