Þakkar kolvetnum langlífi

Vera Sak varð 100 ára nú á dögunum og deildi …
Vera Sak varð 100 ára nú á dögunum og deildi leyndardómum langlífis. Mbl.is/Orchard Care Homes/SWNS

Við höf­um heyrt mikið af góðum ráðum í gegn­um árin frá öldruðu fólki sem deil­ir með okk­ur leynd­ar­dóm­um lang­líf­is. Allt frá því að vera maka­laus í gegn­um árin yfir í að drekka nóg af gos­drykkj­um – og nú þetta.

Kona nokk­ur að nafni Vera Sak náði þeim merka áfanga nú á dög­un­um að verða 100 ára göm­ul. Vera hélt hátíðlega upp á dag­inn þar sem heilla­kort­um rigndi yfir hana ásamt blóm­um og blöðrum. Hún var um­kringd góðum vin­um á umönn­un­ar­heim­il­inu þar sem hún býr í Grims­by, í Norður-Lincolns­hire  og eins hélt hún zoompartí með fjöl­skyld­unni sem mátti þvi miður ekki heim­sækja Veru vegna far­ald­urs­ins.

Það var svo í veisl­unni sem Vera af­hjúpaði leynd­ar­dóm lang­líf­is; að halda heil­an­um virk­um og borða nóg af ristuðu brauði. Kær­komið ráð handa okk­ur sem elsk­um góða(r) brauðsneið(ar).

Mbl.is/​Orch­ard Care Homes/​SWNS
Það er stór áfangi að ná þriggja stafa tölu í …
Það er stór áfangi að ná þriggja stafa tölu í aldri. Mbl.is/​Shutter­stock
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert