Svona sparar þú pokaplássið í skúffunum

Notar þú fjölnota poka við innkaupin?
Notar þú fjölnota poka við innkaupin? Mbl.is/naturecode.org

Kannastu við að pokarnir flæði um allar skúffur í eldhúsinu? Eftir að við fórum að nota meira af fjölnota pokum virðist plássið minnka til muna þar sem þeir eru örítið meiri um sig. Hér er besta leiðin til að brjóta saman fjölnota poka til að minnka plássið í skúffunum.

Við erum eflaust ekki þau einu sem hafa hoppað með í fjölnotapoka-lestina, en oft er staðan sú að við skutlumst í búðina til að kaupa inn og gleymum pokunum heima og neyðumst til að kaupa nýja. Og allt í einu eru allar skúffur stútfullar af fyrirferðarmiklum fjölnota pokum sem við þurfum að koma betur fyrir til að minnka plássið. En fyrst af öllu er að grisja úr þá poka sem eru farnir að láta á sjá, þá með litlum götum eða handföngum sem eru farin að slitna. Síðan getur þú notað þessa aðferð sem sýnd er í myndbandinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert