Amma hennar Lindu Ben kunni augljóslega að galdra fram gómsætt lambalæri ef marka má þessa uppskrift.
„Lambalærið er eldað í 5 klst við vægan hita sem gerir það að verkum að það verður alveg ótrúlega mjúkt og nánast dettur af beinunum, amma eldaði lambalærin alltaf svona í sveitinni í gamla daga og er þessi eldunaraðferð í algjöru uppáhaldi hjá mér,“ segir Linda um uppskriftina.
„Gott meðlæti skiptir alltaf miklu máli en hér gerði ég bakaðar gulrætur, balsamikbakað rósakál og hvítlaukssteikta sveppi sem ég bar fram saman á salatbeði með lambakjötinu. Fallegt og bragðgott.“
Lambalæri eins og amma eldaði það með ljúffengu meðlæti
Bláberjamarinerað lambalæri
Bakaðar gulrætur
Balsamikbakað rósakál
Hvítlaukssveppir
Ferskt salat
Bláber
Ferkt timjan
Aðferð:
Kveikið á ofninum og stillið á 150°C.
Setjið lærið í ofnheldan pott og lokið, bakið í ofninum í u.þ.b. 5 klst.
Bakaðar gulrætur
500 g gulrætur
1 msk. púðursykur
1 msk. soja sósa
1 msk. ólífuolía
Salt
Aðferð:
Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
Hreinsið gulræturnar og skerið endana af, skerið þær þvert í helminga. Setjið í eldfast mót.
Blandið saman púðursykri, sojasósu og ólífuolíu, hellið yfir gulræturnar og blandið saman, saltið og bakið í 20-30 mín. þar til mjúkar.
Balsamikbakað rósakál
Aðferð:
Hvítlaukssteiktir sveppir
Aðferð:
Berið fram lambalærið með því að setja salat á stóran platta út við brúnirnar. Setjið meðlætið ofan á salatið. Skerið lambalærið og setjið á miðjan diskinn. Skreytið með bláberjum og fersku timjan.