Vinsælt súkkulaði væntanlegt sem ís

Þrjár nýjar ístegundir eru að bætast í flóruna - og …
Þrjár nýjar ístegundir eru að bætast í flóruna - og allar jafn girnilegar. Mbl.is/Ferrero Rocher

Innan fárra mánaða verður eitt vinsælasta súkkulaði heims, Ferrero Rocher, fáanlegt í íspinnaformi. Nokkuð sem sannir sælkerar slá alls ekki hendinni á móti.

Þessar litlu stökku súkkulaðikúlur með mjúku miðjunni sem við elskum að narta í munu nú verða fáanlegar sem íspinnar. Hér ræðir um þrjár útfærslur af íspinnum  Ferrero Rocher-mjólkursúkkulaði, Ferrero Rocher-dökkt súkkulaði og Raffaello sem inniheldur hvítt súkkulaði með kókos- og valhnetumulningi ásamt kókosís fyrir miðju. Íspinnarnir munu koma á markað með vorinu og þá fyrst í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Austurríki.

Súkkulaðiframleiðandinn segir í fréttatilkynningu að hér sé um stóra og mikilvæga stund að ræða hjá fyrirtækinu þar sem fyrstu Ferrero-íspinnarnir munu líta dagsins ljós, en vörumerkin Ferrero Rocher og Raffaello eru þau allra vinsælustu sem framleiðandinn býður upp á, og hefur fyrirtækið mikla trú á að neytendur muni elska nýjungarnar. Hér sé haldið í sömu sérþekkingu, gæði og innihaldsefni og finna má í kúlunum þeirra. Lofa forsvarsmenn að þetta séu ekki einu nýjungarnar sem við munum sjá á þessu ári, því annað eins mun bætast við í sumar.

Vinsælasti súkkulaði moli allra tíma - Ferrero Rocher.
Vinsælasti súkkulaði moli allra tíma - Ferrero Rocher. Mbl.is/Ferrero Rocher
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert