Æðislegt kjúklinga-taco frá Hildi Rut

Kjúklingataco með buffalo- og gráðostasósu sem slær í gegn.
Kjúklingataco með buffalo- og gráðostasósu sem slær í gegn. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þriðjudagar eru farnir að einkennast af taco-kvöldum, og þessi uppskrift er vel þess virði að prófa. Hér ræðir um kjúklingataco með buffalo- og gráðostasósu sem slær í gegn. Það er Hildur Rut sem á heiðurinn af þessari uppskrift, og segir að hér sé tilvalið að nýta kjúklingaafganga frá deginum áður og sporna við matarsóun.

Æðislegt kjúklinga-taco í buffalosósu (mæli með þremur taco á mann)

  • Rifinn kjúklingur (ég notaði restina af heilum kjúklingi sem við vorum með daginn áður)
  • Franks hot sauce buffalo
  • litlar tortillur, soft tacos (fæst t.d. í Hagkaup)
  • hvítkál, skorið í þunnar ræmur

Gráðostasósa

  • 20-30 g stappaður gráðostur
  • 3 msk. majónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • safi úr ½ lime
  • salt & pipar

Guacamole

  • 3 avókadó
  • safi úr 1 lime
  • 1-2 msk. kóríander, smátt skorið
  • chiliflögur
  • salt og pipar
  • 2 tómatar, smátt skornir
  • 2 msk. rauðlaukur, smátt skorinn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa guacamole. Stappið saman avókadó, safa úr lime, kóríander, chiliflögur, salt og pipar. Blandið svo tómötum og rauðlauk saman við með skeið.
  2. Útbúið því næst gráðostasósuna. Blandið saman stöppuðum gráðosti, majónesi, sýrðum rjóma, safa úr lime, salti og pipar í skál.
  3. Skerið hvítkál í þunnar ræmur.
  4. Blandið saman rifnum kjúklingi og buffalosósu. Dreifið honum í eldfast form eða á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
  5. Bakið í ofni í 10 mín. við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn heitur.
  6. Steikið tortillurnar upp úr smá olíu þar til þær verða örlítið stökkar. Tekur litla stund.
  7. Raðið hvítkáli í botninn á tortillunum, guacamole, kjúklingnum og svo sósunni. Svo er bæði gott og fallegt að toppa taco-in með ferskum kóríander.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert