Ferðir inn í eldhúsið verða einstaklega skemmtilegar í þessum fínu og mjög raunverulegu brauðhleifsinnskóm. Skórnir eru tískuvara fyrir allan peninginn, því þeir eru samstarfsverkefni tískuhúss og rappara.
Það eru franska hátískuhúsið Maison Margiela og hugmyndalistamaðurinn og rapparinn Tommy Cash (stundum kallaður TOMM¥ €A$H) – sem tóku höndum saman og færa okkur þessa mjúku inniskó sem líkjast brauðhleif. Skórnir þykja afar mjúkir, sem kemur alls ekkert á óvart og koma í brauðpoka með strikamerki, innihaldslýsingu og „best fyrir“ dagsetningu. Skórnir kosta um 14 þúsund íslenskar krónur og má skoða nánar HÉR.