Þvottahúseining með innbyggðri þurrkslá er klárlega eitthvað sem hefur vantað til þessa, því slíkar slár taka oftar en ekki mikið pláss og við reynum að koma þeim fyrir á lítt sýnilegum stöðum, sem tekst ekkert sérlega vel.
Þýski arkitektinn Wilko Dohringsem stendur í endurbyggingu á gömlu húsi og kallar sig @build.your.design á TikTok. Hann hefur sýnt fram á hvernig hagræða megi ýmsum þarflegum hlutum í litlu rými með því að smíða þurrkslá fyrir blautu fötin inn í innréttinguna. Hann sýnir í myndbandinu er hann dregur út eina skúffuna og þá birtist þvottaslá sem í þokkabót er stækkanleg. Og á öðrum stað í innréttingunni má finna strauborð – snilld ekki satt!
Wilko sagði í viðtali að hann væri þreyttur á að sjá þvottagrindina liggjandi upp við vegginn og á flakki um rýmið og vildi gera hana ósýnilega. Grindin þolir allt að 40 kílóa þunga – tekur vel á móti öllum blautu fötunum og rúmlega það.
@build.your.design ##dryingrack ##beaumaris ##laundry ##furniture ##design ##architecture
♬ original sound - Wilko Doehring