Kjötbollurnar sem sprengja alla skala

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er búið að taka kjötbollurnar á næsta stig og það frábæra er að þær koma tilbúnar í neytendapakkningum  tilbúnar í matinn. Við erum að tala um shawarma-kjötbollur sem bragðast hreint ótrúlega vel og „poppa" upp kvöldmatinn á einstaklega skemmtilegan hátt.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem hún segir að sé ekta heimagerður götubiti eða street-food þar sem shawarma-bollurnar leika lykilhlutverk.

„Þetta var svo gott að það mun ekki líða á löngu þar til þessi réttur verður eldaður aftur á þessu heimili! Kjötið í bollunum er mjög gott og framandi kryddblandan gefur réttinum indverskan blæ,“ segir Berglind um þennan rétt sem er eiginlega nauðsynlegt að prófa.

Shawarma-bollur í naan

Fyrir um 4 manns

  • Naanbrauð (6 lítil stykki)
  • 500 g shawarma-kjötbollur frá Norðlenska
  • saxað kínakál
  • agúrka
  • paprika
  • rauðlaukur
  • kóríander
  • ólífuolía til steikingar
  • jógúrtsósa (sjá uppskrift að neðan)

Útbúið jógúrtsósuna og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.

Hitið ofninn í 180°C.

Brúnið kjötbollurnar upp úr ólífuolíu í nokkrar mínútur og færið þá yfir í eldfast mót og hitið í ofni í 15 mínútur til viðbótar.

Skerið á meðan niður grænmeti og hitið naanbrauðin.

Setjið saman með því að setja smá sósu í brauðið, grænmeti að vild og nokkrar bollur, svo má setja meiri jógúrtsósu yfir allt ásamt kóríander.

Jógúrtsósa

  • 300 g grísk jógúrt
  • 2 tsk. límónusafi
  • 1 msk. saxað kóríander
  • 1 rifið hvítlauksrif
  • salt og pipar

Pískið allt saman í skál og smakkið til með salti og pipar.

Geymið í kæli fram að notkun.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert