Brauð varðveitist í eldfjallaösku

Brauð á sér langa og stórmerkilega sögu.
Brauð á sér langa og stórmerkilega sögu. mbl.is/

Brauð og bakstur hefur orðið stór hluti af lífi fólks á tímum heimsfaraldursins og því ekki úr vegi að nefna nokkra góða punkta um sögu brauðsins, en brauð varðveitist til að mynda mjög vel í eldfjallaösku.

Mögulega var fyrsti bakarinn uppi fyrir 100.000 árum
Alla tíð hefur því verið haldið fram að brauð hafi fyrst komið fram fyrir um 10 þúsund árum. Kanadískur mannfræðingur fann ekki fyrir alls löngu helli í Mósambík, þar sem greftrun í steinum vísi til þess að um brauðgerð hafi verið að ræða og það fyrir 100 þúsund árum.

Brauð í eldfjallaösku
Jörðin er ótrúleg! Það hefur fundist aldagamalt brauð í eldfjallaösku í Vesúvíusfjalli. Eitt þeirra frá 1. öld e.Kr. með þrykktu merki sem var enn þá sýnilegt.

Jesú borðaði kringlur
Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á sögu brauðsins og þar á meðal gömul málverk og myndir þar sem matur kemur fyrir. Fundist hafa þýsk málverk frá 15. öld, þar sem má sjá Jesú Krist sitja til borðs við síðustu kvöldmáltíðina með pretzels-kringlur. Sem þykir frekar merkilegt, ekki satt?

Ciabatta var fyrst bakað á níunda áratugnum
Hvíta ílanga brauðið var upphaflega bakað árið 1982 af bakara í Veróna á Ítalíu, og það til að bregðast við vinsældum baguette-brauðsins. Bakarinn sem „fann upp“ ciabatta-brauðið sótti um einkaréttinn.

Slepptu því að hnoða
Að hnoða brauðdeig flýtir vissulega fyrir brauðgerðinni – en samkvæmt rannsóknum má búa til fyrirtaksbrauð án þess að hnoða. Þú blandar öllu saman með hendinni eða skeið þar til deigið er orðið eins og loðinn klumpur, alls ekki fullunnið. Láttu svo deigið standa á eldhúsborðinu yfir nótt og bakaðu, og þú munt ekki þurfa að erfiða aftur við að hnoða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert