Geggjað humar tempura taco

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessi uppskrift er í algjörum sérflokki og fyrir þá sem vilja er hægt að leika sér með hana þrátt fyrir að höfundur hennar, Berglind Hreiðarsdóttir, notist við taco-skeljar hér.

Humar í orlý er mögulega eitt það allra ljúffengasta sem hægt er að gæða sér á og með góðri dressingu verður hann jafnvel enn betri.

Klárlega uppskriftin sem umbreytir lífinu til hins betra... njótið vel!

Humar tempura taco – uppskrift

Orly-deig 

  • 300 g hveiti
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • 1 ½ tsk. salt
  • 330 ml Pilsner
  • 2 egg
  • 3 msk. ólífuolía
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og pískið þar til jafningur hefur myndast, setjið í kæli á meðan annað er undirbúið en að minnsta kosti í 30 mínútur.

Hrásalat

  • 200 g rauðkál, niðurskorið (fínt)
  • 2 msk. kóríander (saxað)
  • ½ rauðlaukur, niðurskorinn (fínt)
  • 100 g Hellmann‘s-majónes
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. sykur
  1. Blandið öllum hráefnum saman með sleif og geymið í kæli fram að notkun.

Humar fyrir orly-deig

  • Um 700 g skelflettur humar (fæst í næsta stórmarkaði)
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Steikingarolía (um 700 ml)
  1. Skolið og þerrið humarinn, kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  2. Setjið hann ofan í orly-deigið og veltið um þar með sleif þar til allir bitar eru hjúpaðir deigi.
  3. Hitið steikingarolíuna þar til hún er vel heit og lækkið þá hitann niður í meðalháan hita. Gott er að prófa að setja smá orly-deig í pottinn til að gera „test“ og ef það fer strax að „bubbla“ vel er tímabært að lækka aðeins hitann og setja eins og 10+ humarbita ofan í í einu í um 2 mínútur í senn eða þar til þeir verða gylltir (ég steikti á stillingu 7 af 9 hjá mér), gott að velta þeim aðeins um á meðan þeir stikna.
  4. Gott er að nota kleinuspaða eða annan götóttan spaða til að veiða bitana upp úr pottinum, hrista olíuna vel af og leggja á nokkur lög af eldhúspappír til að umframolía leki af og bitarnir haldist stökkir.

Samsetning og annað hráefni

  • Hellmann‘s Creamy Chilli Mayo
  • Mini vefjur
  • Romaine-salat
  • Avókadó
  • Kóríander
  • Lime (til að kreista yfir)
  1. Best finnst mér að byrja á því að gera deigið og geyma það í kæli á meðan annað er undirbúið.
  2. Næst má gera rauðkálið og geyma í kæli fram að notkun.
  3. Þá má steikja humarinn sem búið er að velta upp úr orly-deigi, skera niður grænmetið og loks raða öllu saman í vefjuna og setja vel af Creamy Chilli-majónesi yfir allt saman.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert