Ungir frumkvöðlar hanna hitaplatta

Hitaplattar úr gömlum klifurlínum.
Hitaplattar úr gömlum klifurlínum. mbl.is/Lína

Við rákumst á unga íslenska frumkvöðla sem hafa tekið gamlar ónothæfar klifurlínur og gefið þeim nýtt líf með því að hanna vörur til heimilisins – og þar á meðal hitaplatta.

Lína er lítið frumkvöðlafyrirtæki sem varð til í nýsköpunaráfanga í Borgarholtsskóla og tekur núna þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar – þar sem nemendur hafa stofnað fyrirtæki, komið með hugmynd að vöru/þjónustu og hrint henni í framkvæmd, gert markaðsrannsókn, viðskiptaáætlun og allt annað sem þarf til að hleypa góðri hugmynd í framkvæmd.

Á bak við Línu standa þrír frumvöðlar, þeir Dagur Ingi Ingason, Ísar Freyr Jónasson og Emil Bjartur Sigurjónsson. Hugmyndin kom þannig til að haldin var nýsköpunarkeppni innan skólans og Emil kom með þá hugmynd að gera mottur úr gömlum klifurlínum sem hann átti til heima hjá sér. „Klifurlínur verða ónothæfar eftir ákveðið langan tíma og í stað þess að farga þeim fannst okkur upplagt að gera úr þeim mottur og hitaplatta. Og það kemur mjög vel út,“ segir Dagur Ingi í samtali. „Við bjóðum upp á stórar og litlar gólfmottur sem og hitaplatta, allt framleitt úr gömlum klifurlínum sem við höfum sankað að okkur frá ýmsum aðilum,“ segir Dagur Ingi. Línur sem þessar þola svo til allt  þunga, hita, kulda og allt þar fram eftir götunum.

Fram undan hjá Línu er að taka þátt í keppninni, halda áfram með vöruþróun og stækka. En þeir félagar vilja reyna nýta línurnar enn frekar og því spennandi tímar fram undan hjá Línu. Eins vilja þeir koma á framfæri að ef einhver lesandi lumar á eða veit um ónothæfa klifurlínu, þá má gjarnan hafa samband við þá stráka í gegnum facebooksíðuna þeirra, á Instagram eða senda þeim skilaboð á linauf2021@gmail.com.

Frumkvöðlaverkefni þar sem endurnýting er í fyrirrúmi.
Frumkvöðlaverkefni þar sem endurnýting er í fyrirrúmi. mbl.is/Lína
mbl.is/Lína
mbl.is/Lína
mbl.is/Lína
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert