Danski húsbúnaðarframleiðandinn Normann Copenhagen, kynnir til sögunnar nýjan stól sem vísar í franskt borgarlíf og bístrómenningu – sem hefur verið vinsæll lifnaðarháttur frá lok níunda áratugarins.
Stóllinn ber nafnið „Allez chair“, og er nútímaleg útgáfa af hefðbundnum kaffihúsastól. Allez er fáanlegur í fimm tímalausum litum, þar sem hver og einn endurspeglar áþreifanlega og fallega norræna náttúru. Sem gerir hönnuninni kleift að falla auðmjúklega inn í stærra samhengi sem og útisvæði, því stólinn má nota jafnt innan- sem utandyra.
Eitt af því sem er einkennandi fyrir stólinn, er að hann er fáanlegur í nokkrum afbrigðum og gerir þér kleift að setja saman hönnun sem hentar þínum persónulega stíl og þörfum. Til að auka á þægindin má til dæmis bæta við bólstraðri sessu, nú eða setja eikarfætur undir sem hentar vel í borðstofur.
Stóllinn kemur í aðskildum pörtum og er afhentur í flötum pakkningum sem minnkar plássið verulega í sendingum – fyrir utan kolefnissparnaðinn. Samsetningarferlið er einfalt og stólnum fylgir lítið verkfæri og bæklingur sem gerir þér kleift að setja stólinn saman á örfáum mínútum. Það er því auðvelt að framkalla bistró sjarma á svalirnar eða við eldhúsborðið með þessari flottu stólanýjung.