Bleikur og æðislegur GIN FIZZ

Sumarlegur gin kokteill í boði Og natura.
Sumarlegur gin kokteill í boði Og natura. Mbl.is/Og natura

Við þjófstörtum sumrinu með þessum bleika og æðislega gindrykk í boði Og natura. Maður þarf varla að dressa sig upp með þennan í hendi, því drykkurinn stelur allri athyglinni fyrir utan hversu vel hann smakkast.

Bleikur og æðislegur GIN FIZZ

  • 60 ml WILD PINK GIN
  • 25 ml sítrónusafi
  • 25 ml sykursíróp
  • 1 eggjahvíta / 15 ml aquafaba
  • 50 ml sódavatn

Aðferð:

  1. Setjið gin, síróp, sítrónusafa og eggjahvítu í kokteilhristara og hristið með klökum í 30 sekúndur.
  2. Hellið í ískalt glas sem er fyllt upp með sódavatni.
  3. Fallegt er að nota sítrónubörk sem skreytingu.
  4. Njótið af ábyrgð.
Mbl.is/Og natura
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka