Fáránlega góður kjúklingaborgari

Hversu girnilegur kjúklingaborgari!
Hversu girnilegur kjúklingaborgari! Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Enn og aftur kemur Hildur Rut með ómótstæðilegan kjúklingaborgara á borðið – en þessi hér er alveg „fáránlega“ góður – svo ekki sé minna sagt. „Parmesanostur er svo góður og hvað þá sem hjúpur utan um kjúkling í stökku brauði með mozzarella, basilíku, tómötum, klettasalati og hvítlaukssósu. Dásamleg blanda sem þið sjáið ekki eftir að prófa og gefur réttinum þennan ítalska ferskleika,“ segir Hildur.

Fáránlega góður kjúklingaborgari (fyrir 3-4)

  • 3 kjúklingabringur
  • 1½ dl Panko-raspur
  • 1½ dl parmesanostur
  • 1 egg
  • cayennepipar
  • salt og pipar
  • ferskur mozzarellaostur, 2 stórar kúlur
  • klettasalat eða salatblanda
  • tómatar
  • fersk basilika
  • hamborgarabrauð

Hvítlaukssósa

  • 4 msk. majónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • 1 hvítlauksrif eða hvítlauksduft
  • 1 msk. safi úr sítrónu
  • laukduft
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Pískið egg í skál. Hrærið saman raspi, rifnum parmesanosti, cayennepipar, salti og pipar í djúpum diski eða skál.
  2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verði tvær þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr egginu og síðan parmesanblöndunni.
  3. Bakið í 25-30 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  4. Skerið mozzarella í sneiðar eða rífið hann og dreifið ofan á bringurnar.
  5. Setjið bringurnar aftur inn í ofn og bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  6. Hitið hamborgarabrauðin í ofni og smyrjið þau svo með hvítlaukssósunni. Dreifið klettasalati á botninn, svo kjúklingi, basilíku, tómötum og lokið borgaranum.

Hvítlaukssósa

  1. Hrærið öllum hráefnunum saman. Mæli með að smakka sósuna til.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka