Heitasta nýjungin á pallinn er sjónvarp

Góðir landsmenn! Nú er hægt að fá sjónvarp á pallinn …
Góðir landsmenn! Nú er hægt að fá sjónvarp á pallinn sem þolir veður og vinda. Mbl.is/Samsung

Tækjaframleiðandinn Samsung var að kynna til leiks nýtt sjónvarp sem þú getur notað úti á palli – því það þolir alls kyns veður og vinda.

Hér er um nýtt æði að ræða og þeir allra fremstu í faginu munu ekki bíða lengi eftir að festa kaup á tæki sem þessu. Nýja tækið frá Samsung kallast „The Terrace“ og kemur með hátalara sem einnig er hugsaður til notkunar utandyra. Sjónvarpið er vatnsþétt, þolir raka – og getur staðið í allt að -30 gráðum og upp í +50 gráður.

Það er nokkuð ljóst að pallapartíin eiga eftir að breytast til muna við þessa viðbót og finnast sjónvörpin í nokkrum stærðum. Fyrir áhugasama má lesa meira um tæknina HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Hátalari fylgir með sjónvörpunum.
Hátalari fylgir með sjónvörpunum. Mbl.is/Samsung
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert