Nýtt pasta sem smellpassar á gaffalinn

Cascatelli er nýtt form af pasta.
Cascatelli er nýtt form af pasta. Mbl.is/Sporkful

Pasta er ómissandi í matarmenningu þessa heims, og ótal form finnast af matvörunni – hringlaga, skrúfur, með fyllingu og svo mætti lengi telja. En það er komið nýtt form sem smellpassar í gaffalinn.

Cascatelli er heitið á nýja forminu sem þýðir í raun „fossar“ á ítölsku og er viðbót við hin 300 pastaformin sem hægt er að velja úr. Þessi útfærsla er forvitnileg fyrir augað og minnir einna helst á kolkrabbaarma. Svo virðist sem pastað sé í raun hálfgert verkfræðiundur. Það er mótað með gaffal í huga og þá hvernig hann grípur í pastað og hvernig sósan helst á því, fyrir utan að vera einstaklega vel lagað til að bíta í. Pastað er í raun formað eins og 90 gráður og veitir því góða bitmótstöðu  og ánægju.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Þetta nýja pastaform á að smellpassa í gaffalinn og þykir …
Þetta nýja pastaform á að smellpassa í gaffalinn og þykir gott undir tönn. Mbl.is/Sporkful/Metro.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert