Eru þetta flottustu eldhúsháfarnir í dag?

Trepol hannar háfa eftir þínum óskum - en gufugleypirinn er …
Trepol hannar háfa eftir þínum óskum - en gufugleypirinn er fáanlegurí ótal útfærslum. Mbl.is/Trepol

Það eru skiptar skoðanir á því hvort fólk vilji hafa háfa standandi í eldhúsinu eðai fara með þá í felur. Þessir eru í það minnsta sýnilegir og eru ofsalega flottir.

Í opnum eldhúsum er fólk að fela háfana sína eftir fremsta megni, en það er afskaplega vinsælt að hafa innfellda háfa í borðplötum sem rísa upp við notkun. Margir eru þó líka á því að eldhús megi vera eldhús með öllum þeim græjum sem til þarf og óþarfi sé að setja allt í felur. En hér eru einmitt gufugleypar sem eru sýnilegir og mega það svo sannarlega – því þeir eru einstaklega fínir.

Fyrirtækið heitir Trepol og sérsmíðar háfa eftir þínum þörfum, því stundum er extra hátt eða lágt til lofts og þá er gott að geta fengið fallega sérsmíðaða hönnun í vinsælasta rými heimilisins. Það besta er að þeir eru með afar öflugan mótor, sem er mikilvægt við eldamennskuna. Háfarnir eru fáanlegir í messing, kopar og ótal mjúkum litum sem eru móðins í dag. Fyrir áhugasama þá má skoða nánar HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Sjáið alla þessa liti - geggjaðir!
Sjáið alla þessa liti - geggjaðir! Mbl.is/Trepol
Mbl.is/Trepol
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert