Svona bjargar þú blettóttum pottum á einfaldan hátt

Það er auðveldara en þú heldur að þrífa blettótta potta …
Það er auðveldara en þú heldur að þrífa blettótta potta og pönnur. mbl.is/apartmenttherapy.com

Það fer enginn í gegnum lífið í eldhúsinu án þess að glíma við potta með áföstum blettum sem erfitt er að losna við, og við höldum að þeir séu komnir til að vera – að eilífu! En sú er alls ekki raunin ef marka má þetta hér.

Gamlir fastir blettir á pottum og pönnum heyra sögunni til ef þú ferð eftir þessu einfalda trixi sem við rákumst á á veraldarvefnum. Þú einfaldlega dregur fram borðsalt og hvítt edik og þekur blettina með blöndunni. Láttu standa í nokkrar sekúndur og byrjaðu svo að skrúbba með grófu hliðinni á svampi. Skolaðu því næst upp úr volgu vatni og blettirnir ættu að vera á bak og burt.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Salt og hvítt edik er blandan sem þú þarft til …
Salt og hvítt edik er blandan sem þú þarft til að þrífa pottana þína. Mbl.is/ Instagram/liz.amaya.style
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert