Brenndist illa við að sjóða egg

Áine Lynch varð fyrir því atviki nú á dögunum að …
Áine Lynch varð fyrir því atviki nú á dögunum að útbúa hleypt egg í örbylgju sem sprakk í andlitið á henni með alvarlegum afleiðingum. Mbl.is/Dailymail.co.uk

Kona nokkur hlaut alvarleg brunasár við það eitt að sjóða egg heima hjá sér á laugardagsmorgni.

Kona að nafni Áine Lynch frá Norður-Írlandi fylgdist með sjónvarpsþætti þar sem sýnt var hvernig hægt er að útbúa hleypt egg í örbylgjuofni. Hún var heima hjá sér á laugardagsmorgni og ætlaði að prófa aðferðina þegar slysið átti sér stað.

Hún fyllti bolla til helminga með vatni og setti eggið í. Hitaði því næst í örbylgju í 60 sekúndur og eggið varð svo gott sem fullkomið. Hún ákvað því að gera annað egg handa manninum sínum og stillti tímann á 50 sekúndur. Þegar hún tekur bollann úr ofninum springur eggið og sjóðandi heitt vatnið skvettist yfir andlit hennar og háls með tilheyrandi afleiðingum.

Áine vill vekja athygli á að fylgja „life hacks“ sem þessum og fara varlega. Hún segir ferðina á spítalann hafa verið hreinasta helvíti – sársaukinn var óbærilegur. Og hún þakkar fyrir að hafa ekki verið með barnið sitt á handleggnum sem er rétt um 12 vikna gamalt.

Áine er ekki sú eina sem hefur lent í sömu hremmingum, því svo virðist sem margir hafi lent í sömu aðstæðum og kona nokkur missti sjón á öðru auganu við atvikið. Slysin gera alls ekki boð á undan sér og mörg þeirra gerast í eldhúsinu heima – svo förum varlega, líka heima fyrir. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig egg sem þetta springur á kraftmikinn hátt.

Áine hlaut áverka á andliti og hálsi og varar aðra …
Áine hlaut áverka á andliti og hálsi og varar aðra við að sjóða egg í örbylgju. Mbl.is/Dailymail.co.uk
Þessi kona rataði í fréttirnar eftir að lenda í sama …
Þessi kona rataði í fréttirnar eftir að lenda í sama atviki við að sjóða egg. Mbl.is/Dailymail.co.uk
Bethany Rosser varð blind á öðru auga eftir að hafa …
Bethany Rosser varð blind á öðru auga eftir að hafa hitað egg í örbylgjuofni og það sprakk í andlitið á henni. Mbl.is/Dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert