Kírópraktorinn og listamaðurinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró eins og hann er oftast kallaður velur vikumatseðilinn að þessu sinni. Matseðillinn er krakkavænn í bland við lúxusrétti sem er nokkurn veginn jafnvægið í lífinu að okkar mati.
„Það má segja að mánuðurinn skiptist í tvennt hjá mér; annars vegar þegar ég er með börnin mín þrjú og svo þegar við Lína Birgitta erum bara tvö saman. Ég er duglegur að skipuleggja þær vikur sem börnin eru hjá okkur Línu Birgittu en ég vil helst hafa það þannig að allir fái eitthvað af því sem er í uppáhaldi. Ég elda nánast alltaf allt frá grunni og gef mér alltaf góðan tíma í eldhúsinu og get dundað tímunum saman,“ segir Gummi og bætir því við að strákarnir hans tveir elski pasta og fisk en dóttirin kjósi grænmetisrétti og pítsu.
„Þá viku sem við Lína erum tvö saman erum við mjög dugleg að borða úti á veitingastöðum bæjarins. Ég elda þó alltaf reglulega fyrir Línu mína einhverja góða grænmetisrétti þegar við viljum vera heima saman í kósí – þetta væri týpísk vika hjá okkur,“ segir Gummi.
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Laugardagar eru frídagar í eldhúsinu hjá Gumma, sem grípur gjarnan „take-away“ fyrir fjölskylduna.
Sunnudagur
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl