Þessi girnilega uppskrift kemur frá Berglindi Guðmunds á GRGS og er klárlega eitthvað sem við verðum að prófa sem fyrst.
Parmaskinkan og brieosturinn með kjúklingnum er blanda sem getur ekki klikkað!
Brie-kjúklingur með stökkri parmaskinku
1. Skerið tómatana í tvennt og látið í ofnfast mót, með sárið upp. Dreypið smá ólífuolíu yfir þá og saltið og piprið. Eldið í 15-20 mínútur við 190°C hita eða þar til þeir eru farnir að mýkjast.
2. Látið parmaskinku inn í ofn og eldið þar til hún er orðin stökk.
3. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt þannig að þær verði þynnri. Setjið olíu á pönnu og steikið á báðum hliðum í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið.
4. Látið kjúklinginn í ofnfast mót. Skerið ostinn og látið yfir kjúklinginn. Setjið inn í ofn þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn bráðinn.
5. Látið klettasalat á disk, tómata og kjúkling. Setjið 2-3 msk. af sweet chili-sósu yfir kjúklinginn og leggið stökka parmaskinkuna yfir allt.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl